14.1.2007 | 18:36
Á nýju ári og nýtt blogg
Þá eru jólin afstaðin og kominn miður janúar. Ég segi bara gleðilegt ár þó seint sé.
Það er dásamlega fagurt að líta út um gluggann núna; alhvít jörð og blankalogn. Út um gluggann sé ég í Kiwanishúsið þar sem starfsfólk skólans kom saman og skoðaði myndir frá Póllandsferðinni sl. föstudagskvöld. Þar áttum við líka að geta uppá hver væri leynivinurinn síðustu þrjá daga þ.e. fyrir hið téða myndakvöld. Ég fékk vitrun um hádegisbil á föstudag um að leynivinur minn væri hinn fallegi danskennari, sem prýðir oft í vetur síður dagblaðanna í auglýsingu fyrir- ég man ekki hvaða fyrirtæki- sjálfsagt er það banki eða tryggingafélag. Ég hitti naglann á höfuðið. Leynivinur minn var Anna Berglind. Hún gladdi mig með krúttlegum gjöfum eins og hljómdiski með væmnum, fallegum lögum um ást, ást, ást. Hulstrið prýddi myndir af okkur hjónum og á diskinn var ritað pottþétt ást - Siggi + Sigga. Ég varð fyrir því óhappi á skemmtuninni að meiða mig. Ég stóð upp og tróðst á milli borða, það var ansi þröngt, til að fá mér af krásum þeim sem í boði voru. Ég flækti annarri löppinni í stól eða stóla og flaug á hausinn og beyglaði fótinn einhvern veginn undir mér. Á meðan ég var á fluginu hugsaði af hverju þurfti þetta nú endilega að eiga sér stað. Þetta er afar neyðarleg uppákoma frú Sigríður. Hvað heldurðu að fólk haldi eða hugsi? Ég er sem sagt að drepast í fætinum og reikna ekki með að geta farið í göngutúr í dag í þessu fallega veðri. Skemmtunin var annars góð.
Ég staulaðist, þrátt fyrir meiðslin, með mínum ektamanni til Reykjavíkur í gær. Erindið var að skoða tvíburavagna með dóttur okkar. Hún er svo sem búin að vera að skoða og spekúlera. Enda er hún ekki dóttur föður síns fyrir ekki neitt. Þarna voru foreldrar, afi og amma og langamma væntanlegra tvíbura að velta vöngum, skoða, mæla og prófa hina ýmsu vagna. Þetta var skemmtilegt og var greinileg tilhlökkun í loftinu. Langamman fær þrjú langömmubörn með stuttu millibili. Bróðurdóttir mín og nafna á líka von á sér.
Í gærkveldi borðaði ég fimmberjalamb hjá leynivini mínum, frú Ingibjörgu, en hún var nú reyndar búin að bjóða okkur hjónum áður en hún vissi að ég væri leynivinur hennar. Hún hætti sem sagt ekki við! Ég hafði aldrei smakkað fimmberjalamb fyrr. Þetta er léttreykt lambalæri með berjabragði. Maturinn var mjög góður. Það er svo gaman að vera boðin í mat!
Úr viðtækinu berast fallegir tónar úr barka Kristins Sigmundssonar, síðasta lag fyrir fréttir: Bára blá. Mér finnst hann flottastur. Þessi er líka flott. Ég fór í heimsókn til Auðar Magneu á föstudaginn til að athuga hvort hún vildi þýðast mig. Hún er algjör dúlla og henni fannst ég allt í lagi.
Athugasemdir
Loksins, loksins, loksins.
Það var gott að frúin tók sig til og hélt áfram að blogga. 'Eg var farin að örvænta.
Elsku Sigga mín. Mér sýndist nú að Auði Magneu þætti þú gott betur en í lagi!
Sjáumst!
Sigþrúður Harðardóttir, 14.1.2007 kl. 22:31
Mikið er ég fegin að þú ert komin aftur Sigga mín!
Kv.
Gunna
Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 14:33
Hjálp Sigga!
Hvernig set ég svona vísun á aðrar síður eins og þú gerir með Auði Magneu í þessari færslu. ÞÚ
Sigþrúður Harðardóttir, 15.1.2007 kl. 21:32
Hjálp Sigga!
Hvernig set ég svona vísun á aðrar síður eins og þú gerir með Auði Magneu í þessari færslu. ÞÚ
ERTSigþrúður Harðardóttir, 15.1.2007 kl. 21:32
Hjálp Sigga!
Hvernig set ég svona vísun á aðrar síður eins og þú gerir með Auði Magneu í þessari færslu. ÞÚ
ERT SVOSigþrúður Harðardóttir, 15.1.2007 kl. 21:32
Hjálp Sigga!
Hvernig á maður að setja svona vísun í aðra síðu eins og þú gerir með Auði Magneu í þessari færslu? ÉG hef aldrei kunnað þetta...allir nota þetta...svo ég hlýt að geta lært. Eða hvað?
Kveðja
Sigþrúður Harðardóttir, 15.1.2007 kl. 21:33
Það er aldeilis!!!
Sigþrúður Harðardóttir, 15.1.2007 kl. 21:34
Fyrirgefðu hvað ég svara seint, hef ekki farið inn á bloggið mitt fyrr en nú. En þá hefst kennslan. Þú velur (svertir) orðið eða setninguna í textanum sem þú ætlar að gera að hlekki, smellir síðan á hlekkinn sem er fyrir ofan ritunarreitinn. Þú færð þá upp glugga þar sem þú átt að líma (eða skrifa) slóðina á síðunni sem þú ætlar að tengja í.
Þegar ég bjó til hlekkinn á myndina af Auði gerði ég eftirfarandi: Valdi nafnið hennar, smellti á hlekkinn á stikunni fyrir ofan ritunargluggann, (þá birtistis gluggi þar sem stendur slóð hlekks) fór inn á þína síðu og smellti á myndina af Auði. Afritaði slóðina sem birtist í addressureitunum og límdi hana í gluggann þar sem stendur slóð hlekks. Smelli á setja inn. Finido!
Kveðja,
Sigga
Sigríður Guðnadóttir, 16.1.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.