Skiptineminn okkar ...

er búin að skipta um fjölskyldu en það stóð alltaf til. Það er hálf tómlegt í kotinu. Ég sakna Gam og hugsa mikið til hennar. En það má segja að það sé viss léttir þó allt hafi gengið mjög vel. Ég er ekki eins bundin. Ég var alltaf með hálfgerðar áhyggjur af henni, að henni leiddist, að ég yrði að gera eitthvað fyrir hana og með henni. Ég vandaði mig rosalega við matartilbúninginn og var oftar en ekki með uppskriftarbækur á lofti. Ég ætlaði að ég væri eins og hin mittismjóa Nigela í sjónvarpinu þar sem allt leikur í höndunum á (eins og þegar hún skilur að eggjarauðuna frá hvítunni í höndunum, lætur hvítuna renna á milli fingra sinna og heldur á rauðunni í lófanum) og reyndi að elda fjölbreyttan mat, ekki bara hakkrétti eins og aumingja Guðný mín var orðin ansi leið á. Gam borðaði allt sem borið var á borð, en þótti maturinn að sjálfsögðu misgóður. Blóðmör fannst henni ekki mjög góður og skrítið fannst henni að borða grjónagraut með kanil út á. Það er þroskandi og ánægjulegt að hafa skiptinema.  Við hjónin höfum reyndar prófað það áður þegar við bjuggum í höfuðstað Norðurlands. Þá var hjá okkur stelpa sem heitir Steph og var frá Colorado USA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband