Sjúkrasaga

Hjálpin er yfirleitt handan við hornið þ.e.a.s. ef maður ber sig eftir henni.  

Ég er búin að vera að drepast í vinstri fæti í nærri þrjú ár, síðan ég hlunkaðist niður á hnén til reita arfa. Þá small eitthvað í hnénu. Daginn eftir heyrðist annar smellur sem fylgdi mikill sársauki en var samt heldur til bóta þegar sársaukinn leið hjá, eins og eitthvað færi á sinn stað aftur. 

Heimilislæknirinn minn var því miður í fríi þegar þetta gerðist og afleysingalæknirinn nennti ekki að sinna mér.  

Eftir hnésnyrtingu, margar ferðir til lækna, sjúkraþjálfara og nuddara sem báru lítinn árangur, auðvitað var ég stundum ágæt, ákvað ég að ég skyldi hætta að fara til læknis og sjúkraþjálfara út af fætinum. Það þýddi hreinlega ekkert. Ég myndi reyna að linna þjáningarnar með því að fara í líkamsrækt og harka af mér. Reyna að hugsa ekki um sársaukann.  

Í fyrrinótt svaf ég sama og ekkert fyrir kvölum í fætinum, það var svo sem ekkert nýtt. En það sem skelfdi mig var að ég stóð sjálfa mig að því að fara að hugsa um, hvað ég ætti margar svona kvalafullar nætur eftir ólifaðar!  

Í gær ákvað ég að gera eitthvað í mínum málum og reyna að berja að dyrum hjá læknum og sjúkraþjálfurum. Sjúkraþjálfarinn sá aumur á mér og gaf mér tíma í gær og nuddaði, beygði og togaði fót og mjöðm á alla kanta. Eftir það fór ég beint í bæinn með ársgamla tilvísun í röngen-myndatöku á vinstri mjöðm. 

Heimsóknin hjá sjúkraþjálfaranum bar svo sannarlega árangur. Ég svaf eins og engill í nótt og finn minna til í fætinum.  

Núna var ég að koma úr öðrum tíma hjá þessum ágæta sjúkraþjálfa og ég vona að hann geti hrakið vöðvabólguna úr fæti og mjöð fyrir fullt og allt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband