19.1.2007 | 17:42
Skondið...
...finnst mér að þurfa að borga lyf fyrirfram. Ég verð eiginlega að láta þessa sögu vaða. Það er reyndar leiðinlegt að vera með svona nöldur því afgreiðslustúlkan í apótekinu er svo yndisleg. Hún laðar að kúnna, en ekki get ég sagt það sama um apótekarann.
Á lyfseðli sem stílaður var á mig og sendur í apótekið í þorpinu voru skráð þrjú lyf. Þegar ég sótti lyfin seinni partinn átti apótekarinn ekki lyfið, sem var dýrast á rúmar 4000 krónur, en það var von á því daginn eftir. Ég var samt látin borga fyrir lyfið fyrirfram, sem ég gerði án athugasemda, fannst það reyndar svolítið skrýtið. Tveimur dögum síðar fór ég í apótekið og þá var lyfið ekki komið. Þá bað ég stúlkuna að skila því til apótekarans að ég væri afar ósátt við að þurfa borga lyfið fyrirfram og þurfa þar að auki að bíða eftir því í nokkra daga. Svörin sem ég fékk frá apótekaranum (í gegnum stúlkuna) voru að þetta væri gert svo hann sæti ekki uppi með lyfið, sem hann væri búinn að panta fyrir mig, ef ég næði svo ekki í það.
Þú tryggir ekki eftir á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.