Fullkomið par

Í nokkur ár hef ég séð eldri hjón ganga hér um götur, sér til hressingar. Hún með skýluklút, bundinn undir kverka, og hann með derhúfu. Þau gengu ákveðin og örugg í fylgd hvors annars, hönd í hönd.

Í dag sá ég konuna eina á gangi.

Hann heldur ekki framar í hönd hennar.

------------------------

aldradir_hjonLjóð eftir Þursa (f. 1981-)

Fullkomið par

Við áttum svo vel saman
við vorum eitt
okkur var oft
líkt við malt og appelsín

Svo vel náðu við saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér, oft hef ég horft á þessi fullorðnu hjón og hugsað

hvað þau eru frísk og ástfangin, en nú gengur hún ein og engin styrk hönd leiðir  hana lengur.

Rán Gísladóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband