8.2.2007 | 23:53
Á misjöfnu þrífast börnin best..
...þennan frasa heyrði ég oft þegar ég var krakki. Mér fannst hann alltaf skrýtinn og óskiljanlegur. Vandræðaheimili heyrði maður stundum talað um, í tengslum við óþekktarorma. Og að vera sendur í sveit...hafði líka neikvæða merkingu.
Guð minn góður hvað þetta hefur verið hræðilegur tími hjá mönnunum sem komu fram í Kastljósinu í Sjónvarpinu í kvöld og undanfarin kvöld. Fullorðnir menn brotna saman eftir öll þessi ár þegar þeir rifja upp dvöl sína á Breiðavík. Þvílík grimmd og mannvonska hefur átt sér stað þarna. Manni fallast hendur.
Það er svo sannarlega margt mannanna bölið og því miður þurfa mörg börn að þola ofbeldi af ýmsu tagi enn þann dag í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.