18.7.2007 | 10:24
Hún er komin heim...fyrir nokkru
Nú eru 11 dagar síðan að prinsessan kom heim. Hún er alsæl með skiptinemadvölina sína á Ítalíu og fjölskyldan var yndisleg við hana.
Fyrir helgi fékk hún tvö bréf annað frá mömmu sinni og hitt frá ömmunni þar sem þær láta í ljós ánægju sína með hana og vilja að hún komi aftur næsta sumar. Og ekki held ég að hún myndi hafa neitt á móti því. Hún saknar þeirrar þó hún sé ánægð með að vera komin heim.
Daginn eftir heimkomuna og borðuðum við saman - vinkonur hennar og foreldrar þeirra og nokkrir fjölskyldumeðlimir í blíðskaparveðri.
Fleiri myndir undir tenglinum myndaalbúm.
Myndir úr fjölskylduferðinni er undir tenglinum Albúm.
Athugasemdir
Samgleðst þér ,Sigga mín, að vera búin að fá Guðnýju heim. Og ekki er leiðinlegt að hitta þig aftur hér á þessum vettvangi. Það væri samt meira gaman að fá að gefa þér kaffisopa!!Og hlæja með!!
Guðrún S Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 21:17
Ég kem við fyrsta tækifæri.
Sigríður Guðnadóttir, 19.7.2007 kl. 10:20
Til hamingju með að vera búin að endurheimta hana Guðnýju. Hún er enn jafn yndisleg stúlkan sú, ég hitti hana í sundlauginni. Og það sem þeir eru flottir drengirnir sem ég hitti hjá þér um daginn....ja hérna frú Sigríður. Þér eruð rík kona
Sigþrúður Harðardóttir, 19.7.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.