Hún er farin heim...fyrir nokkru

6. júlí 2007_Kveðjustund með GamGam fór heim til Taílands daginn eftir að Guðný kom heim. Þær hittust ekki því Gam, ásamt hinum skiptinemunum, var í hálfgerðri einangrun sólhring áður en þeir yfirgáfu landið, í Heiðarskóla í Keflavík.

Hún kom til okkar föstudaginn áður en hún fór (á sunnudag) og borðaði með okkur hádegisverð. Við röbbuðum um dvöl hennar á Íslandi, sumarvinnuna, skiptinemana, stráka og væntanlega ferð hennar heim til Taílands. Hugur hennar var lævi blandin. Frelsið sem átti svo vel við hana myndi renna henni úr greipum þegar hún kæmi til heimalands síns.

Ég man alltaf eftir því þegar ég fór meðan hana rúnt um bæinn til sýna henni staðinn, sama daginn og hún kom til okkar, og hún sagði í lok ferðarinnar: - "Það er mjög friðsælt hérna" með hálfgerðum hræðsluglampa í augunum. Það var ekkert lífsmark með bænum, ekki hræðu að sjá.

Ég skildi hana svo vel eftir að ég kom heim úr Kínaferðinni. Þetta eru svo mikil viðbrigði að koma frá landi þar sem ekki er hægt að þverfóta fyrir fólki og bílum, iðandi líf allan sólarhringinn. Maður getur alveg fengið "pallieinníheiminum" tilfinningu við fyrstu kynni af bænum.

Eldsnemma á laugardagsmorgun var hringt á bjöllunni og ég var nú hálf undrandi hver gæti verið þar á ferð. Jú það var elsku Gam að kveðja einu sinni enn.

Á sunnudaginn fékk ég svo falleg smáskilaboð frá henni sem hún sendi frá flugvellinum. Eftir heimkomuna skrifaðu hún tölvubréf þar sem hún sagðist sakna allra í Þorlákshöfn og bæjarins. Allt væri svo framandi í Taílandi, hún væri eins og skiptinemi í sínu eigin landi.

Hana langar að fara í háskóla hér á landi og vonandi rætist sá draumur. Ég sakna hennar og þakka fyrir þetta tæpa hálfa ár sem hún var hjá okkur.

En þar sem við hjónin þurftum að fara í svo margar sprautur áður en við fórum til Kína í vor, og sem kostuðu sitt, þá töluðum við um að við þyrftum svo sannarlega að nýta virkni þeirra....þannig að kannski er Taíland ekki langt undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband