1.8.2007 | 08:53
Endurfundir
Þegar ég hitti Sigurlín um daginn kom það til tals hve Fljótakonan væri góð spákona. Ég sagði nú sí sona að það væri nú skemmtilegt að fá hana til að spá fyrir sér. Sigurlín hélt nú að hægt væri að koma því í kring, einhvern tímann.
Í gær hringdi hún og sagði að Fljótakonan væri tilbúin að spá fyrir mér með því skilyrði að ég byði þeim í kaffi.
Í spilunum sá Fljótakonan fullt af peningum. Þar sem ég gat ómögulega fundið út hvaðan þeir ættu að koma, þá benti hún mér á að kaupa lottómiða.
En viti menn ég held að spádómurinn hafi þegar ræst. Þær voru ekki fyrr farnar en pósturinn bankaði upp á hjá mér, ég meina það hann bankaði, og rétti mér umslög frá skattinum. Þar stóð í bréfinu að ég fengi tuttuguogtvöþúsund króna ávísun í pósti 1. ágúst!
Það var eins og ég hefði hitta Sigurjónu í gær heima hjá henni í litlu íbúðinni, ég held að hún hafi verið í Þingholtunum (gangurinn ilmandi af hvítlauklauk, nágranni hennar, eldri maður, taldi hvítlauk allra meina bót og bruddi hann í gríð og erg) berandi fram frosna kókósköku með súkkulaðikremi... nota bene... kakan átti að vera frosin...
---
Ég hitti semsagt Sigurlín fyrir þremur vikum og Hildi og Nönnu en við kenndum allar saman frá 1974-1977 og þetta var í fjórða skiptið sem við hittumst að sumri til í jafnmörg ár, sannkallaður sumarklúbbur. Þó við hittumst ekki nema einu sinni á ári er eins og tíminn standi í stað á milli og þráðurinn tekinn upp sem frá var horfið árið áður.
Við byrjum alltaf á því að fá okkur göngutúr og borðum síðan saman hádegisverð og spjöllum og hlægjum saman og tökum tækifærismyndir og ætla ég að setja tvær af þeim inn; ég tek það fram að þær eru teknar á Íslandi... en hvar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.