Borgarferð, eldhúsinnrétting og þjóðhátíð

Eyddi öllum deginum með manninum mínum í borginni. Allt tekur þetta sinn tíma og maður er alltaf eins kreist sítróna eftir svona bæjarferðir...en í dag var ég eins og léttkreist sítróna...sennilega vegna þess hve erindin voru skemmtileg. Nú held ég að ég sé búin að ákveða hvernig nýja eldhúsið mitt kemur til með að líta út; það er nú sennilega tími til kominn eftir svona langa meðgöngu.

Litla prinsessan mín er á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og ég var satt best að segja kvíðafull eftir að ég keyrði hana niður á höfn í gærkveldi. Þar var fullt af krökkum í miklum flýti að koma töskunum sínum í gám og ná ferjunni í tæka tíð;  eftirvæntingafullir í fjörið sem beið þeirra handan við hornið.

Síðan ég kvaddi prinsessuna á hafnarbakkanum, höfum við heyrt í henni nokkrum sinnum. Í hádeginu lágu þær vinkonurnar, hún og Aðalbjörg, upp í rúmi og horfðu á sjónvarpið, ánægðar með herbergið og allar sjónvarpsstöðvarnar sem þær gátu valið um. Í kvöld voru þær í mat hjá mömmu Halldórs, kærasta Rakelar, sem virðist ætla að taka það að sér að fæða þær a. m. k. einu sinni á dag meðan þær dvelja í eyjunum; það er ekki að spyrja að eyjarskeggjum. Svo bið ég bara til guðs að ekkert hendi þær...vitandi það að það þýðir ekkert að velta sér upp úr áhyggjum... 

Ég hlakka til mánudagsins, þegar vinkonurnar verða komnar á fasta landið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Elsku Siggan mín, hefurðu meiri áhyggjur af Vestmannaeyjum en Ítalíu?  Stelpan þín, hún spjarar sig. Vertu viss!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband