Gullni hringurinn

Annan daginn í röð (í gær) þeyttist ég um Suðurlandið í sólskinsverðri í góðum félagskap nágrannakonu minnar af Barðaströndinni. Gullni hringurinn var ekinn; gengið um á Þingvöllum, farið Gljábakkaveg á Laugarvatn, Geysi og Gullfoss og komið við í Bjarnabúð í Reykholti. Við kíktum við á Selfossi hjá Áslaugu fyrrum samstarfskonu okkar og nutum góða veðursins í skjóli nýs skjólsveggjar hannaðan eftir hana sjálfa.

Ég þarf ekki að orðlengja um fegurðina sem blasti alls staðar við okkur. Þarna vorum við innan um, að mestu leyti, erlenda ferðamenn og samglöddumst þeim yfir að fá svona gott veður og tækifæri til að heimsækja landið okkar, en vorkenndum þeim að sama skapi að þurfa að kaupa sér mat á þessum stöðum. Þvílíkt okur t.d. við Geysi, en þar borðuðum við, og ullarvörurnar sem við handlékum við Gullfoss voru hlægilega dýrar. Af hverju þarf að okra svona á ferðafólki?

----

ÞingvallavatnUm daginn var ég með mínum ektamanni á Þingvöllum í bústað. Þvílík forréttindin að eiga bústað á þessum stað. Ég læt fylgja með nokkra myndir sem ég tók úr þeirri ferð, en í gær var ég ekki með myndavélina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband