Í dagsins önn

Ég var að horfa á tvö glæsikvendi í sjónvarpinu áðan. Önnur var Jónína Ben sem talaði um stólpípur og saurköggla. Hún mælti eindregið með stólpípunum til að afeitra líkamann. Afeitrunin fer fram á heilsuhæli í Póllandi. Læknirinn sem sat á móti henni var yfirvegaður og kurteis, jánkaði og hristi hausinn upp og niður eða til hliðanna, eftir því sem við átti. Ég hélt með honum, hann sagði þetta rugl.

Og svo var það hún Nigella sem bjó til súkkulaðiköku með miklu súkkulaðikremi. Eftir það fór hún út í búð og fyllti körfuna af margs konar súkkulaði. Allt ómissandi til heimilishaldsins, við hin ýmsu tækifæri. Mér var nú hugsaði til heilsuhælisins í Póllandi. Annars skil ég ekki hvernig hún getur verið svona fín við eldhússtörfin t.d. fór hún í sömu bleiku peysunni út í búð og þeirri sem hún var í, þegar hún útbjó kökuna. Ég er mikill aðdáandi Nigellu.

Ég fór í sund í morgun og í tækjasal íþróttahússins í eftirmiðdaginn. Ég var búin að biðja vinkonu mína að leyfa mér að koma sér í dag. Mér finnst leiðinlegt að fara ein og man aldrei hvernig ég á að nota þessi tæki,  svo finn ég til minnimáttarkenndar í þröngum æfingagalla, því ég er hvorki búin að fara í magaminnkun né svuntuaðgerð.

Þetta var fínn tími og við vorum einar í salnum. Vinkona mín er góður leiðbeinandi og var fljót að koma mér til hjálpar þegar ég þurfti þess með. Í einu tækinu, sem er til þess gert að minnka magann, var ég næstum búin að rota mig vegna vankunnáttu.

Eins og sjá má er ég á fullu að reyna að koma líkamanum í lag. Í gær hitti ég gigtarlækninn og þegar ég sá hann undraðist ég á því, af hverju ég hefði látið líða svona langan tíma síðan síðast. Hann er ferlega sætur og flott klæddur. Það vildi ekki betur til en svo, þegar hann rétti út höndina til að heilsa mér, að ég missti töskuna á tærnar á honum. Hann bauð mér sæti, brosti og spurði hvað ég segði. Ég sagðist segja: la, la, la. Hann þagði í dágóðastund, þangað til ég áttaði mig á, að ég átti segja hvað væri að mér. Hann er jafn kuldalegur og hann er sætur, vildi ekki eyða of löngum tíma í mig. Hann bara minnti mig á að ég væri með slitgigt og gaf mér töflur. Og ég held þær séu þegar farnar að virka. Hann sagði mér að koma eftir sex vikur. Kannski fer ég, kannski ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Hvað hét heilsuhælið sem við vorum á í Póllandi?
Holiday Inn?

Sigþrúður Harðardóttir, 25.1.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband