Nú þykir mér týra

Þegar ég vaknið í morgun leit ég á hina 30 ára gömlu útvarpsklukku á náttborðinu. Grænu tölustafirnir, sem lýsa á mig allar nætur, lýstu ekki. Ég kveikti ljósið og það logaði ljósblá týra á perunni. Óhugnaleg birta. Slökkti strax á lampanum og kallaði á hjálp.

Ég heyrði því fleygt að fólk hér í þorpinu hafi haldið að það væri að koma heimsendir vegna þessarar torkennilegu birtu. Mér datt reyndar í hug gasklefar.

Háspennan var farin af hálfri Reykjabrautinni, var mínum elskulega tjáð, þegar hann hringdi í Rafmagnsveiturnar til að athuga málið. Rafmagnið fór svo af fleiri götum, í gamla bænum, örlitlu síðar.

Klukkan hringdi ekki og þar af leiðandi var ég of sein í sund. Ég fór þó upp í sundlaug, til að skola af mér nóttina, tuttugu mínútum fyrir átta og var mætt fyrir átta í vinnuna. Mér finnst það þrekvirki, því ég er alltaf síðust af sundfélögunum mínum út úr klefunum á morgnanna.

Í kvöld ákvað ég að horfð á síðari hálfleik, Ísland - Pólland,  í Sjónvarpinu í kvöld. Það er alltaf verið að spyrja mig, hvort ég fylgist ekki með handboltanum. Ég hef bara ekki nennt að horfa á leikina, eða haft öðrum hnöppum að hneppa. Hef látið duga að athuga stöðuna annað slagið á meðan á leik stendur.

Tilgangurinn með glápinu í kvöld var líka að kíkja á strákana. Reyna átta mig á leikmönnunum sem allir eru að tala um.

Það var gaman að horfa á leikinn. Pólverjarnir voru ekki með nein vettlingatök á strákunum okkar. Núna veit ég hverjir Ólafur, Alexander og Sigfús eru.  Ég reyni að læra fleiri nöfn í næsta leik. Annars finnst mér Alfreð Gísla flottastur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Heppin varstu að hafa þinn elskulega heima. Ég var ein og miklu hræddari en ég þori að viðurkenna.

Guðrún S Sigurðardóttir, 25.1.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér finnst Alfreð líka flottastur...enda höfðar aldur hans meira til mín en hinna... og svo er hann að norðan

Sigga....veistu ekki líka hver Guðjón Valur er? Þú veist...íþróttamaður ársins?

Sigþrúður Harðardóttir, 25.1.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér finnst Alfreð líka flottastur...enda höfðar aldur hans meira til mín en hinna... og svo er hann að norðan

Sigga....veistu ekki líka hver Guðjón Valur er? Þú veist...íþróttamaður ársins?

Sigþrúður Harðardóttir, 25.1.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Mig rámar eitthvað í hann. Ég held að það sé sá sem Siggi sagði að Guðný væri svolítið hrifin af. Ég veit ekki neitt um íþróttir, fletti alltaf yfir íþróttasíðurnar í blöðunum. Ókei, ég ætla að taka mig á, reyna að fylgjast örlítið með...svona yfirleitt.

Sigríður Guðnadóttir, 25.1.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

...og ertu ánægð með myndina af þér sem prýðir haus síðunnar?

Sigþrúður Harðardóttir, 26.1.2007 kl. 15:36

6 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Veit ekki..... mér fannst þetta svolítið fyndið þegar ég smellti, reyndar óvart, á þessa mynda.

Sigríður Guðnadóttir, 28.1.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband