Hún á afmæli

amma ponnukaka-small

Þessi eðalkona, sem er mamma mín, á afmæli í dag.

Ég vona að ég verði svona hress til sálar og líkama þegar ég held upp á 81. árs afmælið mitt.  Hún hefur verið ekkja í 41 ár.

Nú þarf ég að flýta mér í vesturátt til Reykjavíkur því við mæðgurnar, og eini tengdasonurinn sem hún á, erum að fara að djamma saman um helgina. Í kvöld förum við í tvöfalt fertugsafmæli og svo heldur hún upp á afmælið sitt á sunnudag og það eru ekkert slor kökurnar og brauðið sem hún ber fram í tilefni dagsins. Og annað kvöld ætlum við...segi ekki meir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með mömmu þína.

þetta er mun betri mynd af þér núna... í höfundadálknum

kaffikella (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Takk, takk!

Sigríður Guðnadóttir, 4.2.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Já, til hamingju með mömmu þína. Ég hef ekki komist inn á netið í nokkra daga og því klikkað á kveðjunni. En hennar afmælisdegi gleymi ég aldrei af skiljanlegum ástæðum  Þau eru nú æði...þessir vatnsberar okkar

Sigþrúður Harðardóttir, 6.2.2007 kl. 12:59

4 identicon

Haehae elsku mamma! Vildi bara thakka fyrir songinn! og segja ad eg elska thig alveg otrulega mikid og sakna thin!!!hugsa alltaf til thin!

thin dottir

Gudny

Gudny (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:36

5 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Æi, elsku kellingin mín...það var æðislegt að syngja afmælissönginn fyrir Claudio...með svona góðri aðstoð. Ég elska þig líka, ástin mín og þú hverfur aldrei úr huga mér. Þín mamma.

Sigríður Guðnadóttir, 8.2.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband