Aftur í bloggheimum

Loksins er ég tengd aftur eins og þar stendur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast inn á bloggið hefur það ekki tekist í þó nokkuð langan tíma. Mér til ánægju fékk ég sent nýtt lykilorði í tölvupósti í morgun.

 

Nýfæddir tvíburastrákarMargt hefur nú drifið á daga mína síðan síðast og ekki ætla ég að tíunda það hér nema...ég er orðin amma aftur. Þann 22. febrúar fæddust vel skapaðir drengir sem eru ýmist kallaðir: A og B, yngri og eldri eða stærri og minni. A var 10 merkur en B 12 merkur. Þeir voru teknir með keisaraskurði og öllum heilsast vel. Helga Jóna og Óskar eru afar hamingjusöm og það erum við sannarlega öll sem að þeim standa. Þeir eru yndislegir og mikil værð yfir þeim. Ferðunum til Reykjavíkur hafa svo fjölgað verulega. 

Ég er búin að setja tengil á myndaalbúm hér til hliðar. (Dreif í þessu fyrir samstarfskonu mína hana Rán,  sem er búin að vera að reka á eftir mér að setja inn myndir af litlu englunum.) Njótið vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh, til hamingju, hamingu, hamingju elsku Siiga,- hvaða tvíburafár er þetta hjá dætrum þínum?

ÞHelga (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Jæja Sigga mín. Þá er ég búin að grandskoða myndirnar af litlu sætu fjölskyldunni og get alveg viðurkennt að mér vöknaði nú bara um augu við ósköpin. Mikið er hann Guð nú góður stundum

Niðurstaða skoðunarinnar er sú að B líkist móðurfólkinu meira (sérstaklega ömmu sinni eða reyndar Steingerði kannski frekar). Hinn hlýtur þá að líkjast föðurfólkinu því ekki eru þeir líkir!

En þvílík fegurð! Þvílík kraftaverk! Enn og aftur til hamingju. Og varðandi nöfnin sem ég vil að þeir fái (!) þá er það augljóst hvor á hvað miðað við ofansagt...ekki satt?

Sigþrúður Harðardóttir, 9.3.2007 kl. 18:19

3 identicon

Enn og aftur til hamingju með A og B. Þú ert rík kona.

Að öðru... hvaða brögðum beittir þú til þess að fá lykilorð sent í pósti. Þeir svara  mér ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:46

4 identicon

Til hamingju með drengina, þeir eru æðislegir! Þvílíkt æði að fá tvo í einu...

kaffikella (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 23:00

5 identicon

Til hamingju með drengina.  Bestu kveðjur til ykkar  og vona að allir hafi það sem best.

Anna Jóh

anna jóh (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:55

6 identicon

Ég óska ykkur öllum til hamingju með drengina, bestu kveðjur til móðurinnar.

Kær kveðja frá Northampton

Árný Leifs. 

Árný Leifsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband