Það er ótrúlegt en satt...

en frumburður minn er 38 ára í dag. Það vildi svo skemmtilega til að hún var einmitt stödd í bænum (Reykjavík) og í tilefni dagsins bauð frú Steingerður nöfnu sinni og fjölskyldunni til veislu í Frostafoldinni með engum fyrirvara. Móðurmyndin lagði nú eitthvað smotterí til veisluborðsins.

 

Þetta var skemmtilegt afmæliskaffi, en það er ekki alltaf sem við höfum getað fagnað afmælinu með Steingerði meðan hún bjó á Húsavík. Já ég skrifa bjó því nú er hún flutt á mölina eða malbikið frá og með deginum í dag. Hún réði sig í nýja vinnu í gær.

 

Í bítið í fyrramálið fer hún til Gautaborgar sem fararstjóri með fótboltaliði Völsungs. Í liðinu er frumburður hennar Sigurður Ágúst, bráðum 16 ára! Mæðginin ætla að njóta í botn ferðarinnar saman. Þegar þau koma heim hefst nýr kapítuli í þeirra lífi sem veður bara skemmtilegur.

Og hér ætti auðvitað að fylgja mynd af afmælisbarninu en viti menn það er ekki ein einast mynd af afmælisbarninu né gestum, nema náttúrlega af ungviðinu; Guðmundi Nóa og Sigurði Nonna og nýjast frændanum sem er aðeins þriggja vikna gamall og er kallaður Metúsalem Máni, ég held í gríni, en hann verður skírður eftir viku. Hann þykir líkjast afa sínum Þorsteini...og ekki leiðum að líkjast... verður alltaf að fylgja með.

 

Myndirnar af þessum yndislegu litlu krílum fylgja því þessari færslu.

 

12. júli 2007 _Nói Nói 12. júli 2007 _Nonni Nonni

 

12. júli 2007 _Sirrýjarsonur

Sonur Sirrýjar og Kristjáns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband