Húnaþing vestra kemur á óvart

Amma og Guðný við KolugljúfurEr nýkomin heim úr velheppnaðri fjölskylduferð um Húnaþing vestra, þar sem við gistum tvær nætur á Sveitasetrinu Gauksmýri og ferðuðumst um Vatnsnesið, Víðidalinn og Vatnsdalinn.

Þarna leynast margar fagrar náttúruperlur sem maður hefur aldrei gefið sér tíma til að heimsækja, á leið norður í land eða á suðurleið, eins og: Hamarsbúð, Hindisvík, Hvítserk, Borgarvirki, Kolugljúfur, Þingeyrarkirkju, Þórdísarlund, Þrístapa og Bjarg í Miðfirði. Stórbrotið útsýni frá Borgarvirki og Bjargi þar sem Grettir fæddist.

 

Það er líka gaman að koma á Hvammstanga. Þar er góð og velviðhaldin sundlaug, Selasetur Íslands og Bardúsa þar sem er Verslunarminjasafn og handverkssala.

 

Vatnsleysusystkinin, eitthvað af börnum þeirra og barnabörnum voru alsæl með ferðina. Kynslóðarbil hvað er það? Aldursdreifingin var frá áttatíu og einu ári niður í fimm mánaða.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, rakst á bloggsíðuna þína. 
Mamma þín alltaf jafn flott. 
Gaman að sjá að allt gekk vel með tvíburana. 
Bið kærlega að heilsa mömmu þinni. 
Fyrrverandi samstarfsmaður hennar - Sandra

Sandra (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Ég skal skila kveðjunni frá þér - Sandra.

Sigríður Guðnadóttir, 19.7.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband