Dýrt spaug

Tuttugu og tvö þúsund krónur kostaði það mig að týna bíllyklunum. Ég hef ekki hugmynd um hvar ég glopraði þeim, er einna helst á að ég hafi hent þeim í ruslið. Daginn sem lyklahvarfið átti sér stað var hamagangur í öskjunni hjá frú Sigríði.

Maðurinn var ekki búinn að vera nema nokkra daga í fríi þegar hann týndi varalyklunum. Allur gærdagurinn fór í að leita og það var alveg vitað mál að þeir voru einhvers staðar inni í húsi en leitin bar ekki árangur fyrr en búið var að láta smíða aukalykla með fjarstýringu og nokkra mínútur í að hringt væri á dráttarbíl (það var nefnilega ekki nóg að smíða lyklana, bíllinn þurfti að koma á staðinn vegna...æ ég man ekki út af hverju...þjófavörninni held ég).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband